15:15: Töfrar saxófónanna


15:15

15:15 tónleikasyrpan í Norræna húsinu

Sunnudaginn 24. apríl kl. 15:15
Töfrar saxófónanna

Flytjendur: Íslenski saxófónkvartettinn

Sunnudaginn 24. apríl kl. 15:15 flytur Íslenski saxófónkvartettinn verk úr ýmsum áttum í tónleikasyrpunni 15:15 í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru saxófónkvartettar eftir Eirík Árna Sigtryggson, Astor Piazzolla, Henri Pousseur og Philip Glass. Á tónleikunum verður saxófónkvartett Eiríks Árna frumfluttur og hefur hópurinn þá leikið yfir 10 verk eftir íslensk tónskáld.

Íslenski saxófónkvartettinn er  fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvartettinn á Íslandi. Kvartettinn hélt sína fyrstu tónleika í október 2006 þegar hann fékk styrk til tónleikahalds á landsbyggðinni frá FÍT og FÍH. Síðan þá hefur hópurinn m.a. leikið á Sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns, á Háskólatónleikum,  í 15.15-tónleikaröðinni í Norræna húsinu, á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi, á Myrkum músíkdögum og hjá Kammermúsíkklúbbnum. Einnig hefur kvartettinn leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur.

Íslenska saxófónkvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir á sópran-saxófón, Sigurður Flosason á alt-saxófón, Peter Tompkins á tenór-saxófón og Guido Bäumer á barítón-saxófón.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en 1000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Miðasala er á www.tix.is og við innganginn.