Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir


16:00-19:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Hvað veist þú um náttúrumiðaðar lausnir? Af hverju eru þær mikilvægar og hvernig tengjast þær loftslagsmálum, lífríkinu og velferð mannkyns?

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Norræna húsið bjóða til samtals um náttúrumiðaðar launsir og áhrif þeirra í víðu samhengi. Viðburðaröðin heitir Í liði með náttúrunni.

Náttúrumiðaðar lausnir eru meðal öflugustu lausna sem við höfum til að sporna gegn og aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni. Náttúrumiðaðar lausnir efla þó ekki aðeins umhverfið heldur skapa þær líka félagslegt, menningarlegt og fjárhagslegt virði.

Í ár eru náttúrumiðaðar launsir í forgrunni í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar og þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022.
Í opnunarviðburðinum bjóðum við upp á erindi og samtal um náttúrumiðaðar launsir á landi og í sjó, auk örerinda og pallborðs um hvernig náttúrumiðaðar lausnir tengast menningu, heilsu & velferð, efnahag og verkefnum stjórnarráðsins.

Eftir viðburðurinn verður boðið upp á spjall og léttar veitingar frá SÓNÓ.

Dagskrá opnunarviðburðar 12. maí:

16:00 Kynning á viðburðaröð – Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða

16:05 Yfirlitserindi frá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN) – IUCN definition and Global Standard for Nature-based Solutions. Radhika Murti, Director of IUCN’s Global Ecosystem Management Programme.

16:30 Hvað eru náttúrumiðaðar lausnir á landi? Bryndís Marteinsdóttir, faglegur teymistjóri sjálfbærrar landnýtingar hjá Landgræðslunni

16:45 Hvað eru náttúrumiðaðar lausnir í sjó? Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur og verkefnastjóri á skipulagssviði Reykjavíkurborgar

17:00 – 17:25 Örerindi
Náttúrumiðaðar lausnir – staða í stjórnsýslunni, Björn H. Barkarson, skrifstofustjóri á skrifstofu sjálfbærni hjá matvælaráðuneytinu

Skapandi greinar, menning og náttúra, Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur

Sjálfbær velsæld, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.

Fjárfestingar og sjálfbær framtíð, Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna

17:25 – 17:50 Pallborðsumræður

17:50 Lokaorð frá Ástrós Evu Ársælsdóttur, náttúruverndarfulltrúa Ungra umhverfissinna

Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir