Hvernig getur samfélagið stuðlað að bættri velferð ungs fólks?


11:30

velf

Hvernig getur samfélagið stuðlað að bættri velferð ungs fólks?

Í Norræna húsinu  27 október, klukkan 11.30-15.00. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. Pallborð fer fram á íslensku.

Allir velkomnir: skráning

 

Norræna samstarfsverkefnið Unga in i Norden – psykisk hälsa, arbete, utbildning (Ungt fólk til virkni – andleg heilsa, menntun og þátttaka í atvinnulífinu)  hefur skoðað sambandið milli andlegrar heilsu ungs fólks, aðstæðna þeirra í námi og síðar ferlinu yfir í að sjá fyrir sér með atvinnuþátttöku.

Verkefnið hefur safnað saman góðum dæmum um starfsemi og verkefni sem hafa skapað ungu fólki forsendur til að taka skrefið og verða virkir þátttakendur í samfélaginu ýmist í gegnum nám eða starf. Lokaafurðir verkefnisins eru nokkrar skýrar tillögur um það hvað samfélagið þarf að gera til að bæta velferð ungs fólks.

Eitt af því sem samstarfsverkefnið lét gera var að fá rannsakendur til að gera vettvangskönnun á Íslandi og var niðurstaða þeirra að efla þurfi samstarf á milli hinna ýmsu stofnana samfélagsins sem veita ungu fólki þjónustu. Á málþinginu munu rannsakendurnir greina frá niðurstöðum könnunarinnar.

 

 Skráning til 21. október:

www.nordicwelfare.org/ungs-folks

 

Dagskrá

11.30 Léttur hádegisverður í boði verkefnisins

Fundarstjóri: Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri atvinnumála í Hinu Húsinu.

12.00 Málþing hefst

Kynning á  ”Unga in i Norden – psykisk hälsa, arbete, utbildning” (erindi á ensku)

Lidija Kolouh-Söderlund verkefnisstjóri hjá Nordens välfärdscenter kynnir verkefnin. Afrakstur verkefnisins eru skýrar niðurstöður og tillögur um hvað samfélögin á Norðurlöndunum þurfa að gera til að bæta velferð ungra Norðurlandabúa.

”Þegar einhver þarf að taka ábyrgð?” (erindi á ensku)

Cecilie Høj Anvik og Ragnhild Holmen Waldahl rannsakendur hjá Norlands forskning í Noregi greina frá niðurstöðum vettvangsrannsókna sem þær unnu fyrir samstarfsverkefnið á Íslandi.

Atvinnutorg í Reykjavík (erindi á íslensku)

Tryggvi Haraldsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun greinir frá samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Reykjavíkurborgar um þjónustu við unga atvinnuleitendur sem fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjavíkurborg. Verkefnið var valið sem eitt af fyrirmyndarverkefnum Unga in i Norden og varð fyrirmynd þeirrar þjónustu sem Vinnumálastofnun veitir ungu fólki án bótaréttar í dag.

Pallborð (fer fram á íslensku)

Umræður um tillögur sem fram koma í samstarfsverkefninu. Hvað þarf samfélagið að gera til að stuðla að bættri velferð ungs fólks á Íslandi?

 

Þátttakendur:

Sigrún Daníelsdóttir – Embætti landlæknis

Jóhanna Rósa Arnardóttir – Rannsóknarfyrirtækið Analysa

Hákon Sigursteinsson – Sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts

Hrafnhildur Tómasdóttir – Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun og fulltrúi Íslands í Unga in i Norden

Ilmur Kristjánsdóttir − Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

 

Málþingi lýkur um kl. 15:00

 

Frekari upplýsingar:

Lidija Kolouh-Söderlund, verkefnisstjóri, lidija.k-soderlund@nordicwelfare.org

Victoria Henriksson, victoria.henriksson@nordicwelfare.org

Skipuleggjendur: Nordens Välfärdscenter og Vinnumálastofnun