Hugljúfir jólatónleikar í boði Norræna hússins


15:00

Hugljúfir jólatónleikar með norrænu ívafi í Norræna húsinu

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Catherine Maria Stankiewicz sellóleikari bjóða til hugljúfra jólatónleika með norrænu ívafi í Norræna húsinu.

Flutt verða skandinavísk jólalög í útsetningum Gísla J. Grétarssonar og gamlir jólasálmar úr ýmsum áttum, í bland við barokk. Dagskráin er hugsuð sem íhugun og undirbúningur í aðdraganda jólahátíðar og er aðgangur ókeypis.

Tónleikarnir eru 60 mínútur.

Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

Hér má sjá jóladagskrána Norræna hússins 1/12 – 20/12 í heild sinni.