HönnunarMars í Norræna húsinu
Norræna húsið tekur þátt í HönnunarMars 2018 með fjölbreyttri dagskrá og sýningum í fimm rýmum hússins. Þann 14. mars kl. 19:00 bjóðum við til móttöku í Norræna húsinu með þátttakendum hátíðarinnar, boðið verður upp á veitingar. Sjáumst!
Frítt er inn á sýningar hússins yfir hátíðina.
Í stóra sýningarsalnum bjóðum við upp á háklassa innanhúshönnun með sýningunni Innblásið af Aalto: með sjálfbærni að leiðarljósi. Sýningin er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Norræna hússins og framlag okkar til HönnunarMars í ár. Hönnunarsýningin tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto. Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir hönnunarfyrirtækið Artek, sem Alvar Aalto var meðstofnandi að árið 1935. Sýning stendur yfir frá 2. mars til 2. september og er aðgangur á sýninguna ókeypis á meðan á HönnunarMars stendur.
Í Alvar Alto herberginu finnur þú keramik sýninguna Fine Lines eftir finnsku hönnuðina Katariina Guthwert and Laura Pehkonen. Með sýningunni vilja þær sýna fjölbreyttni í leirlistaverkinu með heildrænni túlkun og nota við það ólíka miðla. Sýningin stendur yfir frá 14. mars – 18. mars.
Reykjavik Runway tekur yfir hönnunarbúð Norræna hússins á HönnunarMars. Fjórtán íslenskir hönnuðir og tólf vörumerki sem eru saman í markaðsstofu á ferð um heiminn. Viðburðurinn hófst í New York á síðasta ári en poppar nú í Reykjavík. Í búðinni verður sýnd íslensk hönnun og sköpun, litrík, klassísk og listræn. Metnaður Reykjavik Runway snýst um að tengja saman gæða íslenska hönnun og kynna hana á sérstökum viðburðum hvarvetna. Sýningartími 14.-18. mars.
Í hátíðarsal Norræna hússins finnur þú vinnustofu í vefnaði eða Weaving Kiosk. Þar verður boðið upp á vefstóla og efni til vefnaðar fyrir áhugasama. Textílhönnuðurinn Rosa Tolnov Clausen og fatahönnuðurinn Merja Hannele Ulvinen sýna dæmi um fullbúin verk, sem og vefnað í vinnslu sem veitt geta innblástur á vefstólnum. 14-18. mars.
Sýningin Lifnaðarhættir eða Life Forms er lifandi leikmynd nýlegra verka hönnuða og listamanna sem tengjast Listaháskóla Íslands. Sýningin er sett upp í samtali við hönnunarsýningu Norræna Hússins Innblásið af Aalto og er sýnd í Black Box Norræna hússins. Í sýningarrýminu mætast gripir, myndbandsverk og beinar upplifanir. Sýningarstjóri er Thomas Pausz.
Opnunartímar:
Fimmtudagur 11:00-22:00
Föstudagur 11:00-20:00
Laugardagur 11:00-17:00
Sunnudagur 11:00-17:00