Höfundakvöld með Pivinnguaq Mørch


19:30

Höfundakvöld með Pivinnguaq Mørch í Norræna húsinu, miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 19.30.

 

Pivinnguaq Mørch (1993) er einn hinna ungu grænlensku höfunda sem hafa skipað sér sess í grænlenskum bókmenntum með vel skrifuðum, krefjandi og samfélagsgagnrýnum verkum. Hann flytur lesendur sína inn í heim sem þeir hafa fram að því aðeins rennt grun í. Pivinnguaq er menntaður sem fararstjóri á Norðurslóðum og stundar nám í menningar- og samfélagssögu við Háskólann á Grænlandi.

Fyrsta verk Pivinnguaq Arpaatit qaqortut / Hvítu hlaupaskórnir (2015) er safn smásagna og ljóða með tilvistarlegu ívafi sem fjalla um áskoranir daglegs lífs. Hér kynnumst við rödd ljóðmælanda og sögumanns sem ferðast milli ólíkra stemninga og atburða og lýsir lífi fullorðins manns sem hleypur fyrir lífi sínu og samband hans við lengd hlaupsins og sinn eigin líkamlega styrk eða veikleika. Bókin er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Árið 2013 var Pivinnguaq einn af fleiri vinningshöfum í ritunarsamkeppni sem leiddi til útgáfu á smásagna- og ljóðasafninu Ung i Grønland – ung i Verden. Sama ár vann hann ljóðaslammkeppni í Nuuk.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Julia Isaksen stýrir umræðu sem fer fram á engsku og grænlensku. Aðgangur er ókeypis.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.
Verið velkomin!