Höfundakvöld – Gunnar D. Hansson
19.30
Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðu sem fer fram á sænsku og dönsku. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin!
Gunnar D. Hansson (1945) er ljóðskáld, greinahöfundur, bókmenntafræðingur og þýðandi fornenskra og forníslenskra ljóða. Hann er dósent í bókmenntafræði og fyrrum prófessor við Háskólann í Gautaborg.
Síðan fyrsta bók hans kom út 1979 hefur hann gefið út mörg ritgerðarsöfn og 12 ljóðabækur, meðal annars Tapeshavet (2017), þar sem ferðast er í fjölvídd um tíma, rúm og hugsun. Tapeshavet er nafn á afar gamalli strandlengju sem myndaðist á sænsku vesturströndinni eftir síðustu ísöld. Hansson kannar umhverfi, sögu og náttúru Tapeshafsins og einnig minjar um týnda menningu, veiðar og höggmyndalist. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Hansson hefur fengið fjölda virtra verðlauna fyrir ljóð sín og ritgerðir. Í mörgum verkanna eins og Olunn (1989), Lunnebok (1991) og Idegransöarna (1994) tekur hann fyrir náttúruna og dýralífið í og við hafið. Ljóðasöfnin eru byggð á samtímanum ásamt fornnorrænni og eldri sögu. Ljóð Hanssons fara yfir landamæri, þau eru frjáls og sýna hans miklu bókmennta- og heimspekikunnáttu. Þau hafa húmor, eru hlý og lýsa persónulegri lífsreynslu, bæði hans og annarra. Ljóðin er einstök í sænskri bókmenntasögu bæði hvað varðar frumleika og gæði.