Höfundakvöld með Charlotte Weitze
19:30
Höfundakvöld með Charlotte Weitze í Norræna húsinu miðvikudagskvöldið 22. mars kl. 19:30.
Charlotte Weitze segir frá verkum sínum með því að leggja eigið skapandi ferli og innblástur til grundvallar. Hvernig urðu bækur hennar til, hvaðan komu hugmyndir hennar? Hún kemur einnig inn á, af hverju og hvernig hún notar hið magíska/goðsögulega í sögum sínum, og hvaða möguleika töfraraunsæi býður upp á sem stíll. Og hvers vegna það á ennþá erindi við okkur – meira að segja fullorðið fólk? Charlotte Weitze les að auki upphátt úr smásögum sínum og skáldsögum.
Charlotte Weitze er einn af helstu fulltrúum töfraraunsæis í dönskum bókmenntum um þessar mundir. Sjálf lýsir hún verkum sínum á eftirfarandi hátt: “Öll verk mín eiga það sameiginlegt að þau gerast á mörkum hins hverdagslega og hins ævintýralega. Sumir bókmenntagagnrýndendur hafa kallað þetta gotneskan stíl, töfraraunsæi eða blöndu úr Kafka, Poe og Villy Sørensen. Oft fjalla sögurnar um persónur sem kunna ekki vel við sig í þeim heimi sem þær lifa í. Stundum fjalla sögurnar um manneskjur sem á einhvern hátt hverfa inn í annan heim, þar sem þær breytast. Smásögurnar fjalla til dæmis um afgreiðslustúlku, sem er elt af krónhirti, um stúlku sem verður ástfangin af útfararstjóra bæjarins, um heimilishjálpina sem verður kannski étin af gamalmenni og strákinn sem eignast nýja stjúpmóður sem er bókstaflega kýr.” Síðasta bókin hennar heitir Den afskyelige (”hinn ógurlegi”) en blandar töfraraunsæi saman við skelfilegar loftlagsframtíðarmyndir.
Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.