Hlökk (IS) – Myrkir Músíkdagar


15:00

Hlökk (IS)

Huldublik
Norræna Húsið – Black box
15:00 / 3 pm
2000 kr.

Listhópurinn Hlökk samanstendur af Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hópurinn mun flytja ný verk fyrir hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu þar sem tónlist, myndlist og ritlist mætast. Hulda er strengjaharpa með innbyggðum ljósabúnaði sem stýrist af því hvernig spilað er á hljóðfærið. Þegar leikið er á skúlptúrinn fyllist rýmið umhverfis Huldu af hljóðum, munstrum og litum sem breytast í sífellu.

 

Efnisskrá / Program

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir  – Liljulög (2017) – i. andvarp 1’

Lilja María Ásmundsdóttir  – Hulduheimar (2017) 9’

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir  – Liljulög (2017) – ii. duldr em eg þess 3’

Ragnheiður Erla Björnsdóttir – Bláblómamynstur og fáein huldublik (2017) 8’

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir – Liljulög (2017) – iii. glerið í gegnum 2’

Ragnheiður Erla Björnsdóttir – Bláblómamynstur og fleiri huldublik (2017) 7’

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir – Liljulög (2017) – iv. öll af ljósi fyllast 3’

Lilja María Ásmundsdóttir – Ómynd (2017) 5’

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir – Liljulög (2017) – v. glóar þar sól 6’

 

Öll verk eru frumflutt 

 

Hlökk
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir kynntust er þær stunduðu nám við Listaháskóla Íslands. Þær hafa unnið að ýmsum verkefnum saman og stofnuðu meðal annars hljómsveitina Hlökk árið 2015 þar sem þær notuðust helst við íslensk þjóðlög, spuna og eigin tónsmíðar við gömul ljóð. Nú hefur hljómsveitin þróast yfir í listhópinn Hlökk þar sem þær nýta eiginleika mismunandi listgreina, þá helst tónlistar, myndlistar og ritlistar, til að skapa ný verk.