HÁSKÓLADAGURINN – Dreymir þig um að læra í Danmörku?


12:00 - 16:00

Háskóladagurinn – Námskynning í Norræna húsinu

Laugardaginn 3. mars, á háskóladaginn, kl. 12-16 í Norræna húsinu

Dreymir þig um nám í Danmörku? Þá bíðst nú frábært tækifæri til að kynnast þeim möguleikum sem í boði eru.

 

Skólarnir sem taka þátt í háskóladeginum á Íslandi eru Syddansk Universitet, Absalon University College, VIA University College, Erhvervsakademi Lillebælt, Erhvervsakademi Sydvest, Den Rytmiske Højskole og FFD Højskolernes Hus.

Þeir munu fræða nemendur um nám við skólana og hvernig það er að læra í Danmörku

Einnig verður hægt að nálgast hagnýtar upplýsingar um hvað nemendur þurfa að huga að þegar haldið er til Danmerkur til náms, eins og inntökuskilyrði og námsstyrki, hvernig er að búa og lifa í Danmörku.

Háskóladagurinn í Norræna húsinu er opinn frá kl. 12 – 16 og opinn öllum áhugasömum, aðgangur ókeypis! Verið hjartanlega velkomin