Háskóladagurinn – Dreymir þig um að læra í Danmörku?


12:00-16:00

Sendiráð Danmerkur býður alla velkomna á árlega kynningu í Norræna húsinu á Háskóladeginum.

Dreymir þig um nám í Danmörku? Komdu og taktu þátt í námstefnunni 2019 í Norræna húsinu og kynntu þér meira um nám í Danmörku. Þú færð tækifæri til að tala við fulltrúa frá háskólunum, smakkað hefðbundna danska köku, hlustað á tónlist frá Den Rytmiske Højskole í Danmörku og fræðast um uppbyggingu danska menntakerfisins sem og skemmtilegar staðreyndir um Danmörku.

Þann 2. mars frá kl. 12-16 bjóðum við þér að hitta 8 danskar menntastofnanir, sem bjóða upp á fjölbreytta námsmöguleika – kannski draumanámið þitt!

Fulltrúar frá:
Syddansk Universitet
Professionshøjskolen Absalon
UCL Erhvervsakademi og Professionshøjskole
VIA University College
Erhvervsakademi Sydvest
Erhvervsakademi Aarhus
Svendborg Internationale Maritime Academy (SIMAC)
Den Rytmiske Højskole

Við vonumst til að sjá þig!

Facebook viðburður.