Háskóladagurinn – Dreymir þig um að læra í Danmörku?
12:00-16:00
Sendiráð Danmerkur býður alla velkomna á árlega kynningu í Norræna húsinu á Háskóladeginum.
Dreymir þig um nám í Danmörku? Komdu og taktu þátt í námstefnunni 2019 í Norræna húsinu og kynntu þér meira um nám í Danmörku. Þú færð tækifæri til að tala við fulltrúa frá háskólunum, smakkað hefðbundna danska köku, hlustað á tónlist frá Den Rytmiske Højskole í Danmörku og fræðast um uppbyggingu danska menntakerfisins sem og skemmtilegar staðreyndir um Danmörku.
Þann 2. mars frá kl. 12-16 bjóðum við þér að hitta 8 danskar menntastofnanir, sem bjóða upp á fjölbreytta námsmöguleika – kannski draumanámið þitt!
Fulltrúar frá:
Syddansk Universitet
Professionshøjskolen Absalon
UCL Erhvervsakademi og Professionshøjskole
VIA University College
Erhvervsakademi Sydvest
Erhvervsakademi Aarhus
Svendborg Internationale Maritime Academy (SIMAC)
Den Rytmiske Højskole
Við vonumst til að sjá þig!