Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen TÓNLEIKARÖÐ NORRÆNA HÚSSINS


21:00

Miðasala

Sem dúó hafa harmónikkuleikarinn Geir Draugsvoll og píanóleikarinn Mette Rasmussen haldið tónleika í Danmörku, Svíþjóð, Sviss, Frakklandi og Kína. Astor Piazzolla hefur verið fastur liður í dagskrá þeirra enda hentar fjölbreytti hljóðheimur hans þessum tveim hljóðfærum einstaklega vel. Í kjölfarið hefur dúóið núna gefið út plötuna Time of Life hjá virtu útgáfunni Naxos og inniheldur hún nokkur af helstu Nuevo Tango verkum tónskáldsins. Á tónleikunum munu Geir og Mette einnig kynna þjóðlagatónlist og ný verk frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Myndband

Miðvikudaginn 3. júlí halda harmónikkuleikarinn Geir Draugsvoll og píanóleikarinn Mette Rasmussen tónleika í Norræna húsinu. Tónleikarnir byrja kl. 21:00. Miðaverð er 3000. kr. Miðasala fer fram í miðasölu Norræna hússins og á tix.is. Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir tónleikana og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Panta borð

 

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

 

Viðburðadagatal Norræna hússins