Að skrifa ævisögu – hvernig er hægt að byrja?


19.00

Að skrifa ævisögu – hvernig er hægt að byrja? með Merete Mazzarella

Merete Mazzarella er finnlandssænskur rithöfundur og fyrrum prófessor í bókmenntafræði. Hún er þekktust fyrir ritgerðir sínar um ýmis fyrirbæri samtímans, þar sem eigin hugleiðingar og greiningar eru oft blandaðar á gamansaman hátt við skáldskap. Hún hefur í marga áratugi haldið námskeið í sjálfsævisögulegum skrifum og hefur í gegnum tíðina haldið marga fyrirlestra um efnið bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Árið 2013 gaf hún út bókina Att berätta sig själv: inspirationsbok för den som vill skriva om sitt liv.

Fyrirlesturinn fer fram á finnlandssænsku. Ókeypis aðgangur.