Fyrirlestar í náttúruvísindum
18:00 -
Með fyrirlestraröðinni Almennir fyrirlestrar í náttúruvísindum er hægt að kynna sér það nýjasta í vísindunum.
Norræna húsið streymir nokkrum vel völdum fyrirlestrum í náttúruvísindum frá Háskólanum í Árósum. Fyrirlestraröðin byggir á nýjum vísindalegum uppgötvunum og/eða nýjum upplýsingum sem annað hvort fella eða styðja við eldri tilgátur og kenningar í fræðunum.
Fyrirlestrarnir eru allir á háskólastigi, fara fram á dönsku og eru öllum opnir. Ókeypis aðgangur.
Pása er haldin í miðjum fyrirlestri og áhorfendur geta notað tækifærið til umræðna sem og sent inn spurningar með sms eða á twitter. Boðið er upp á kaffi í pásunni.
Fyrsti fyrirlesturinn í röðinni sem streymt er í Norræna húsinu frá Árósum (í beinni) ber heitið; Hversvegna manneskjan yfirtók heiminn / Hvorfor mennesket erobrede kloden. Streymið hefst kl. 18:00. Nánar um fyrirlesturinn á dönsku hér
Fyrirlesarar:
Mikkel Heide Schierup
Trine Bilde
Fyrirlestrarnir eru aðeins aðgengilegir í Norræna húsinu og því ekki á netinu.
Fyrirlestrunum er streymt í háskólum, bókasöfnum og víðar í Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og nú á Íslandi.
Vefsíða fyrirlestranna: https://ofn.au.dk/
Facebook síða fyrirlestraraðanna: https://www.facebook.com/OffentligeForedrag/
Nánari upplýsingar veitir
Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir
kristbjorg@nordichouse.is