Fundur um fiskeldi í lokuðum sjókvíum
12-13
Fiskeldi í opnum sjókvíum er mjög umdeilt hér á landi sem annars staðar. Á undanförnum mánuðum hefur nokkuð verið fjallað um málefnið en minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum.
North Atlantic Salmon Fund (NASF) stendur fyrir kynningarfundi um fiskeldi í lokuðum sjókvíum fimmtudaginn 1. nóvember.
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, mun fjalla um fiskeldi í lokuðum sjókvíum. AkvaFuture hefur síðastliðin fimm ár þróað fiskeldi í lokuðum sjókvíum norðarlega í Noregi með góðum árangri og hafa nú sótt um starfsleyfi hér á landi.
Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, mun fjalla um áhættuna af erfðablöndun vegna fiskeldis í opnum sjókvíum, reynslu Norðmanna af fiskeldi bæði í opnum og lokuðum sjókvíum og annað sem við komur fiskeldi.
Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 12.00. Fundahaldari býður upp á kaffi og kleinur.
Nánar um ræðumenn:
Rögnvaldur er framkvæmdastjóri AkvaFuture. Fyrirtækið hefur sem fyrr segir sótt um starfsleyfi hér á landi og stefna á að framleiða allt að sex þúsund tonn af laxi í lokuðum sjókvíum. Slíkar sjókvíar hafa reynst vel til laxeldis. Þannig koma lokaðar sjókvíar í veg fyrir skaðlega laxalús auk þess sem stórlega er dregið úr umhverfisáhrifum, m.a. botnfalli og því að fiskur sleppi.
Ragnar er sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar hjá Hafrannsóknastofnun, með doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá Uppsalaháskóla 1993. Hann hefur langa reynslu af stjórnun í rannsóknum, fyrst sem deildarstjóri Umhverfis- og Efnagreininga á Iðntæknistofnun er seinna sameinaðist efnagreinigarsviði RALA undir nafninu Efnagreiningar Keldnaholti og sem sviðstjóri Líftæknisviðs og síðar Erfða- og eldissviðs hjá Matís ohf. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum sem tengjast fiskeldi, allt frá árinu 1994.