Fundur Fólksins: Húsnæðisstefna í þágu allra
12:00
Aðgangur ókeypis
Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri?
Í takt við sífellt aðþrengdari húsnæðismarkað hefur framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði orðið að lykiláherslu í húsnæðisstefnum Norðurlandanna. Í opinberri stefnumótun er kveðið á um að útvega eigi nýtt húsnæði í mismunandi verð- og leiguflokkum með það að markmiði að ná til breiðari hluta íbúa, auk þess sem stuðla eigi að félagslega blönduðum hverfum. En á sama tíma virðist staða milli- og lágtekjuhópa á húsnæðismarkaði fara versnandi, bæði hérlendis og hjá norrænu nágrönnum okkar. Þá er jafnvel talað um hina „aðþrengdu miðju“ á húsnæðismarkaði, þar sem millistéttin hefur oftar en ekki hvorki efni á húsnæðisfjárfestingum né á rétt á opinberum stuðningi.
Hvernig gengur ríkisstjórn og sveitarfélögum að uppfylla eigin markmið um húsnæði á viðráðanlegu verði? Hvaða úrræði eru í boði og hvaða árangri skila þau? Þarf að endurhugsa kerfið svo að tryggja megi jöfnuð?
Hér munum við heyra erindi um niðurstöður rannsóknarverkefnisins „Strategic housing,“ sem rýnir í húsnæðisstefnur á Norðurlöndunum með það að markmiði að hvetja borgir til þess að þróa yfirgripsmeiri og heildstæðari húsnæðisstefnur. Anna Granath Hansson, sérfræðingur hjá Nordregio, flytur erindið, og að því loknu mun pallborð skipað sérfræðingum, fulltrúum úr borgarasamfélaginu og fulltrúum hins opinbera setja niðurstöðurnar í íslenskt samhengi. Í umræðunum munum við ekki einungis velta fyrir okkur jöfnuð hvað viðkemur framboði, heldur einnig hvað varðar gæði þess húsnæðis sem stendur til boða.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Fundar fólksins.
Fundarstjóri: Anna María Bogadóttir, arkitekt, eigandi Úrbanistan og dósent við Listaháskóla Íslands.