Fringe festival – Throwaway!


20:00

Throwaway! (Noregur)
Det Andre Teatret
Gamli vasinn sem þú fékkst frá frænku þinni fyrir mörgum árum, snjáði bolurinn sem fyrrverandi gleymdi eða dagblaðið frá síðustu viku – þessu verður öllu hent fyrr eða síðar. Af hverju ekki að henda því á sýningunni okkar – og við segjum þér sögu um hlutinn áður en við kveðjum og skiljum við hann.
Spunnar sögur sem byggja á hlutum sem áhorfendur koma með sem þeir vilja henda. Í heimi þar sem við öðlumst meira og meira af hlutum, býður Det Andre Teatret upp á sýningu þar sem hlutirnir öðlast nýtt líf – hvað eru þeir, hvað gætu þeir hafa verið og hvað viljum við að þeir séu.

Aldur: 13+

Tickets costs 2.000 ISK and can be found here.