FJÖLSKYLDUSTUND: Regnbogi eftir storminn
13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Skapandi smiðja þar sem kennd verður tækni til að hanna ævintýralegar byggingar og borgir úr þykkum pappír sem hægt er að mála í öllum regnbogans litum með vatnslitamálningu.
Smiðjan tekur innblástur af núverandi myndlistarsýningu Norræna hússins sem ber heitið ,,Hvernig komst ég í sprengibyrgið?’’ og sýnir verk sjö úkraínskra listamanna. Þegar friður kemst á er þörf á uppbyggingu nýrra húsa og borga. Hvernig lítur draumaborgin þín út?
Kennarar smiðjunnar eru Yuliia Sapiga sýningarstjóri sýningarinnar ,,Hvernig komst ég í sprengibyrgið?’’ og Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi Norræna hússins.
Öll velkomin og ókeypis þátttaka!