FJÖLSKYLDUSTUND: Bless í bili Einar Áskell!


13:00-15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Síðasta fjölskyldustundin í tengslum við Einar Áskels sýninguna í barnabókasafni Norræna hússins. En sýningin fer nú í ferðalag um Ísland.

Sigurvegar afmælisleiks Einars Ásgeirs verða tilkynntir og fá þeir skemmtileg verðlaun.

Stýrt af Berglindi Jónu Hlynsdóttir myndlistarkonu. Berglind hefur verið virk í alþjóðlegri og innlendri myndlistarsenu til fjölda ára, starfaði sem ljósmyndari fram að 2003, lauk B.A. í myndlist, LHÍ 2006 og M.A. í myndlist 2010 frá Valand School of Fine Art. Hún bætti við sig diploma í listkennslufræði árið 2020, LHÍ. Hún hefur einnig unnið sem skipuleggjandi námskeiða, fyrirlesari og kennt frá börnum og á háskólastigi og fyrirlesari.

Smiðjan fer fram á íslensku, portúgölsku og ensku.

Öll velkomin á ókeypis smiðju!