Fjölskyldumiðvikudagar: Ljóð og Lag
10:00-12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Velkomin á notalega fjölskyldustund!
Næsta miðvikudag bjóða höfundar verkefnisins ,,Ljóð og lag“ foreldrum og yngstu börnunum upp á morgunstund þar sem að list, sögur, leikir, ljóð og tónlist sameinast. Leiðbeinendur smiðjunar styðjast við ný útkomna ,,Ljóðakistu“. Ljóðakistan inniheldur 20 spjöld með íslenskum vísum sem að flest þekkja, ásamt fallegum myndskreytingum.
Ljóðakistan er nýtt íslenskt menningarverkefni: ,,Í heimi þar sem gervigreind og hraði ráða ríkjum, skapa ,,Ljóð og lag“ rými fyrir ró, sköpun og tengsl.“ Hægt er að lesa meira um verkefnið á heimasíðunni: ljodoglag.is.
,,Fjölskyldu miðvikudagar með Plöntunni bistró“ eru ætlaðir fyrir yngstu gestina okkar og fullorðna fólkið þeirra. Fjölskyldu miðvikudagar eru samblanda af viðburðum á borð við; tónlistarstundir, foreldrafræðslu, vinnustofur eða föndur og tilboð fyrir yngstu gestina á veitingum hjá Plöntunni bístró. Þá miðvikudaga þegar enginn viðburður er í boði, bjóðum við upp á notalega stemningu og setjum fram fleiri skynjunarleikföng fyrir yngstu gestina okkar, á borð við segulkubba og önnur skemmtileg leikföng. Upplýsingar um þessa viðburði er að finna á vefsíðu okkar og samfélagsmiðlum.
Dagskrá Norræna hússins er fjölbreytt og er að finna á vefsíðu Norræna hússins. Núverandi barnasýning fjallar um Línu Langsokk og er einstaklega skemmtileg að leika sér í. Þar er ævintýrahús Línu, Línu búningar, krítarveggur, klifurgrind og fleira!
Sýningunni lýkur 7. febrúar 2026.
Sýningunni lýkur 7. febrúar 2026.
Aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er aðgengilegt frá bókasafni, niður tröppur og fyrir hjólastóla með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf.