
Fjölskyldu miðvikudagar með Plöntunni bistró
10:00 - 12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Fjölskyldu miðvikudagar með Plöntunni bistró eru ætlaðir fyrir yngstu gestina okkar og fullorðna fólkið þeirra.
Miðvikudaginn 17. september verður í boði að koma á glænýja Línu Langsokk sýningu, prófa búningana og leika sér í Línu ungbarnatjaldi og Línu ævintýrahúsi. Einnig verða segulkubbar á staðnum sem gaman er að prófa sig áfram með.
Fjölskyldu miðvikudagar með Plöntunni bistró er sambland af viðburðum; tónlistarstundir, foreldrafræðsla, vinnustofur eða föndur og tilboð fyrir yngstu gestina á veitingum hjá Plöntunni bístró.
Velkomin!