SÝNINGAROPNUN


17:00

Verið velkomin á opnun textílsýningarinnar Félag áhugamanna um árshátíðir, þriðjudaginn 17. apríl kl. 17:00 í addyri Norræna hússins. Sýningin er hluti af framlagi hússins til Barnamenningarhátíðar.

Sýningargestir mega eiga von á fjölskylduvænni stemningu með áherslu á textíl, listir og miðlun sagna á sjónrænan hátt.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir!

 

Textílsýning eftir Eddu Mac í anddyri Norræna húsins

Bjartsýna-Bína kemur færandi hendi, Jafet geimfari mætir í vitlausum búning og Fyrirliðinn segir sama brandarann þriðja árið í röð. Þau eru öll í Félagi áhugamanna um árshátíðir. Félagið kemur saman annan laugardag febrúarmánaðar ár hvert. Að þessu sinni voru flosaðar portrettmyndir af öllum meðlimum og verða þær til sýnis í Norræna húsinu!

Edda Mac útskrifaðist með BFA gráðu frá Parsons vorið 2012. Hún hefur stundað nám í myndlist og textíl á Ítalíu, í Frakklandi, Suður-Kóreu og á Íslandi.

Sýningin er opin alla daga Barnamenningarhátíðar 17.-22. april, kl. 10-17.

Missið ekki af vinnustofum í textíl fyrir börn – fimmtudaginn 19. apríl kl. 13-15 og laugardaginn 21. apríl kl. 13-15. Vinnusmiðjunum stjórna þær Edda Mac og Bethina Elverdam. Þáttaka er ókeypis en skráning á tix.is er nauðsynleg.