Ensemble Sirius – Tónleikar


15:00

 Tónleikar / 27. ágúst / 15:00 / Aðgangur ókeypis

Sjá einnig ókeypis vinnustofu laugardaginn 26. ágúst kl. 13-14:30. 

Ensemble Sirius skipar fimm tónlistarkonur frá Árhúsum í Danmörku sem spila á saxófón, tvöfaldan bassa, píanó, trompet og slagverk. Samblandan er sjaldgæf í klassísku samhengi sem geri hljómsveitina einstaka og einkum áhugaverða. Samstaf kvennanna er samnorrænt tónlistarverkefni sem þær kalla ,,Ferðalag um norræna náttúru“ og gengur út á að kynna samtímatónlist frá sex norrænum löndum og stuðla að sterkri norrænni tónlistarhefð. Í nánu samstarfi við tónskáldin er áhorfendum boðið í ímyndað ferðalag til Grænlands, Færeyja, Íslands, Álandseyja, Svíþjóðar og Danmörku. Tónskáldið sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands er Þuríður Jónsdóttir.

Ensemble Sirius halda tónleika í öllum sex löndunum á einum mánuði og spila í allt á 12 tónleikum.

Verkin og höfundar þeirra: 

Mette Nielsen (Danmörk): „12 stilleben om dansk natur“
Isac Broman (Svíþjóð): „Bylgjur“
Lars Karlsson (Álandseyjar): „Sea Pictures“
Arnannguaq Posborg Gerstrøm (Grænland): „Silap Inua“
Atlí K. Petersen (Færeyjar): „Siriusly“
Þuríður Jónsdóttir (Ísland): „Sandar“