Eggið – gagnvirk sýning fyrir börn


10-17 / Lokað á mánudögum

Verið velkomin á sýninguna Eggið!

Eggið er gagnvirk sýning fyrir börn byggð á samnefndri myndabók sem skrifuð er af Sanna Sofia Vuori og myndskreytt af Linda Bondestam.

Fylgið okkur um sagnaheim höfundanna þar sem við fylgjumst með músinni Brie og vinum hans sem leita að foreldrum dularfulls eggs sem sem er skyndilega í garðinum við fjölbýlishúsið þar sem þau búa.

Sýningin segir söguna um Eggið og á sama tíma geta börnin verið þáttakendur í sögunni. Spurningar um hvernig fjölskyldur eru samansettar er rauði þráðurinn í sýningunni og börn og foreldrar geta virkjað hugmyndaflugið með myndum og skemmtilegum verkefnum.

Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 3-9 ára og eru leiðarvísar á íslensku, sænsku og ensku. Verið velkomin á sýninguna í barnabókasafni Norræna hússins frá 16. janúar 2021.