Duo Systrami (SE) – Tónleikar


19:30

Kaupa miða

Duo Systrami (SE)

Tónleikar 21. maí kl. 19:30

Miðaverð: 2000 

Duo Systrami samstendur af tvíburasystrunum Fanny, á fiðlu, og Klara Källström á selló.

Systurnar eiga rætur sínar að rekja til Ångermanland í norðu-Svíþjóð og tónlistin sem  þær skapa innblásin af dularfullu og dramatísku landslagi frá þeirra heimahögum.

Duo Systrami hefur verið til jafn lengi og systurnar og enda hafa þær spilað og samið tónlist saman allt frá barnæsku.

Þegar systurnar standa saman á sviði gerst óvæntir hlutir, hugljúfir tónar umbreytast í þungar bylgjur og þær bresta í söng. Samspil þeirra og flakk á milli tónlistategunda gerir það erfitt að stimpla þær inn í einn tiltekinn flokk. Þær fljúga á milli eins og þeim hentar, en alltaf saman.

Nóvember 2016 út þeirra fyrsta plata, När Isen år, When the Ice is Breaking

Tónleikarnir eru upphitun fyrir Vaka þjóðlistahátíð á Akureyri þar sem systurnar munu spila. Vaka þjóðlistahátíð fer fram á Akureyri 23.-27. maí 2017.  Á Vöku gefst einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundinni íslenskri tónlist og handíðum, en þar að auki má sjá og heyra tónlist frá Noregi, Danmörku, Lapplandi, Englandi, Skotlandi og Írlandi. Á Vöku 2016 verða haldnir 10 tónleikar, 8 námskeið, 3 samspilsstundir, handíðasýningar og málstofa.

Nánar um hátíðina