Dugma: The Button (NO) – Q&A sýning


17:00

Dugma: The Button (NO)

Sýnd föstudaginn 10. mars kl. 17:00. Leikstjórinn Pål Refsdal verður viðstaddur sýningu myndarinnar til að standa fyrir svörum áhorfenda. Umræðu stjórnar Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans. Viðburðinn skipuleggja Norðurlönd í Fókus.

Hvað fær fjóra unga menn til þess að fremja sjálfsmorðsárásir? Á meðan flestir í hinum vestræna heimi veltu þessari spurningu fyrir sér fór kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn Paul Refsdal á svæðið og kannaði málið.

Dugma: The Button er umdeild og margverðlaunuð heimildarmynd sem byggir á viðtölum við ólíkan hóp einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vinna fyrir Al Qaeda í Sýrlandi. Í myndinni fáum við m.a. að kynnast manni frá Sádí-Arabíu sem elskar að syngja og borða steiktan kjúkling og hvítum 26. ára gömlum Breta sem nýlega tók upp múslímska trú og hefur miklar áhyggjur af eiginkonu sinni. Dugma: The Button, fer með okkur inn í líf þessara ,,fórnarlamba“ sem öll bíða þess að taka þátt í heilögu stríði og sprengja sig í loft upp (Dugma).  Sýnishorn

Pål Refsdal er umdeildur, áhugaverður leikstjóri og fyrrum blaðamaður fyrir norska herinn. Hann var fangi Talibana árið 2009 þar sem hann tók upp múslímska trú. Pål hefur unnið með og fjallað um fjölda uppreisnarhópa um allan heim.

Bóka miða    Sýningartími   Dagskrá

Frumsýnd: 2016

Leikstjóri: Pål Refsdal

Tegund: Heimildarmynd

Lengd: 58 mín. Enskur texti.