DÓMUR VÖLVUNNAR – Fjölskyldusýning
13:00
Hrá saga af Ragnarökum og endurupprisu – af græðgi og umbrotum.
Dómur Völvunnar er dönsk barnaópera með íslenskum sögumanni.
Miðaverð 500 kr. Lengd 50 mín. Aldurshópur c.a 10-14 ára.
Opera eftir Huga Guðmundsson tónskáld.
Veröldin stendur á barmi heimsenda og mannfólkið ákallar Völvuna í von um hjálp. En Völvan var ekki fædd í gær. Hún hefur séð þetta allt áður og er orðin hundleið á heimsku mannfólksins sem endurtekur mistök forfeðranna æ ofan í æ. Hvaða ástæðu hefur hún til að umbera þessa vitleysu? hversvegna ekki að gefa sig á vald Ragnarökum??
En bíðið aðeins, BARNIÐ er með aðra áætlun og fleiri spil uppí erminni…
Dómur Völvunnar er norræn sagna ópera sem fjallar um framtíðarangist og framtíðarvon. Hún fjallar um stöðu jarðarinnar og möguleika á að nýta hinn mikla framkvæmdakraft og þá samkennd sem býr í mannskepnunni til að knýja fram jákvæðar breytingar.
Leikritið hentar sérstaklega vel aldurshópnum 10-14 ára en við gerum ráð fyrir að börn sem hrífast af tónlist og söng muni njóta sýningarinnar óháð aldri.
Miðasala á tix.is og í hnappnum hér fyrir ofan.
Fram koma:
Ingeborg Fangel Mo
Durita Dahl Andreassen
Anne Hytta
Hanna Englund
Matias Seibæk
Um höfundinn Huga Guðmundsson ( af vef List Fyrir Alla)
Hugi Guðmundsson nam tónsmíðar og raftónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík, Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn (MMus í tónsmíðum) og Sonology stofnunina í Den Haag (MA í tölvutónlist).
Hugi hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun fyrir list sína og má þar nefna íslensku tónlistarverðlaunin fjórum sinnum, Kraumsverðlaunin, þrjár heiðurstilnefningar á alþjóðlega tónskáldaþinginu og fyrstu verðlaun í tónsmíðakeppni Norrænna músíkdaga í Finnlandi 2013 fyrir barnaverkið Djáknann á Myrká. Sinfóníhljómsveit Íslands hefur flutt verkið sex sinnum þar sem Halldóra Geirharðsdóttir var sögumaður og hefur það verið þýtt á ensku, finnsku, sænsku og dönsku.
Hugi hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2014 en síðar það ár hlaut hann einnig hæsta styrk sem veittur er af danska ríkinu til tónskálda en hann er í formi þriggja ára starfslauna. Aðeins eitt tónskáld úr hverjum tónlistargeira hlýtur þennan styrk ár hvert.
Stærsta verk Huga til þessa er óperan Hamlet in absentia en fyrir hana hlaut hann íslensku tónlistarverðlaunin 2016. Óperan var jafnframt tilnefnd til hinna virtu Reumert sviðslistaverðlauna sem óperuuppfærsla ársins í Danmörku og er nú tilnefnt til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.
Allt frá námslokum 2007 hefur Hugi starfað í Danmörku sem sjálfstætt starfandi tónskáld. Hann heldur þó alltaf miklum tengslum við Ísland og kemur þangað að lágmarki 3-4 sinnum á ári vegna ýmiskonar vinnu.
www.hugigudmundsson.com
Skólasýningar: Skráning fyrir skóla á info@nordichouse.is
Verkefnið er unnið í samstafi við LIST FYRIR ALLA
- 20.09. kl 9.30 og 11.00
- 21.09. kl 9.30 og 11.00