HÖNNUNARMARS: Adapt & Evolve


10:00-21:00
Bókasafn & Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Adapt & evolve er þverfagleg sýning þar sem list og arkitektúr mæta vísindum.
Markmið þessarar sýningar er að fræða samfélag okkar um kolefnisneikvæð efni og auka vitund um sameiginlega framtíð okkar.
Með því að kanna kolefnisneikvæð efni og sjálfbærni í byggingum og umhverfinu, kynnir Neuza hluta af rannsóknum sínum á getu okkar til að endurnýja borgir okkar með náttúrulegum efnum og samtakamætti manneskjunnar.

Samhliða sýningunni verður boðið upp á vinnustofu fyrir börn og fjölskyldur. Sjá sérviðburð með nánari upplýsingum um vinnustofuna hér á heimasíðu okkar.
Öll fjölskyldan er velkomin að taka þátt í vinnustofu þar sem lítið leik-hús verður byggt.
Leik-húsið er tákn um framtíð barna okkar á plánetu sem öskrar eftir endurnýtanlegum efnum  og sjálfbærni.

Neuza Valdas frá Évora, Portúgal, er arkitekt, kennari og rannsakandi, sem stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Hún vinnur að verkefni um Sjálfbærar borgir í loftslagsmálum: byggingar úr kolefnisneikvæðum efnum og endurnýtanlegum efnum.