Danska nýbylgjan – Málþing og kvikmyndasýningar


14-18

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Norræna Húsið efna til málþings um nýsköpun í danska kvikmyndageiranum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Málþingið fer fram á ensku í Norræna húsinu þann 26. október kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. 

Streymt er frá málþinginu af vef og Facebook Norræna hússins.

Það vakti athygli þegar kvikmyndin „Vetrarbræður“ eftir Hlyn Pálmason sópaði að sér öllum helstu verðlaunum í Danmörku fyrr á þessu ári: Níu Robert verðlaun og tvenn Bodil verðlaun. Kvikmyndin er styrkt af New Danish Screen (undirdeild Dönsku Kvikmyndamiðstöðvarinnar) sem hefur það hlutverk að þróa ungt hæfileikafólk og stuðla að nýsköpun í kvikmyndageiranum.

Hjá New Danish Screen fær kvikmyndagerðarfólk tækifæri til að framleiða „low-budget“ kvikmyndir, þar sem fjárhagslegar takmarkanir eru ekki aðþrengjandi skilyrði, heldur aðferð til að hámarka sköpun og frelsi. Árangurinn hefur verið stórbrotinn og sjaldan hefur listræn gróska verið jafn mikil í danskri kvikmyndagerð og um þessar mundir. Hver kvikmyndin á fætur annarri hefur farið sigurför um heiminn og nýlega var „Den Skyldige“ (The Guilty“) valin sem framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna.

Á málþinginu gefst áhugasömum kostur á að kynnast þessu brautryðjendastarfi. Mette Damgaard-Sørensen, forstöðumaður New Danish Screen, mun halda erindi um hugmyndafræði og aðferðir sjóðsins og einnig munu leikstjórar og framleiðendur kvikmyndanna „Cutterhead“ og „Neon Heart“ fara ofan í saumana á þróun og framkvæmd verka sinna.

Umsjónarmaður málþingsins er Dagur Kári, leikstjóri og handritshöfundur.

 

Dagskrá málþingins í Norræna Húsinu

14:00-15:00 – Mette Damgaard-Sørensen, framkvæmdastjóri New Danish Screen

15:00-15:15 – Hlé

15:15-16:30 – “Cutterhead” – Rasmus Kloster Bro, leikstjóri

16:30-16:45 – Hlé

16:45-18:00 – “Neon Heart” – Laurits Flensted, leikstjóri og Julie Walenciak, framleiðandi

 

Samhliða málþinginu mun Bíó Paradís sýna umræddar kvikmyndir.

Dagskrá í Bíó Paradís: Miðasala

25.10 kl 20: DEN SKYLDIGE / THE GUILTY. Frumsýning. Jacob Cedergren, aðalleikari myndarinnar verður viðstaddur.

26.10 kl 20: CUTTERHEAD. Q&A eftir sýningu.

27.10 kl 18: NEON HEART. Q&A eftir sýningu.

Danska Nýbylgjan_BP Dagskrárbæklingur

 

Styrkt af:

.