Dönsk jólasögustund fyrir börn


14:00

Dönsk jólasögustund fyrir börn í Norræna húsinu, sunnudaginn 6. desember 2015, kl. 14-15.

Bókasafnið í Norræna húsinu býður til jólasögustundar fyrir dönskumælanda börn frá 2-7 ára og foreldra þeirra.  Komdu með jólasveinahúfuna þína og vertu með okkur í að syngja jólasöngva, gera jólaföndur og horfa á stutta jólmynd fyrir börn.

Boðið verður upp á djús fyrir börnin og kaffi fyrir fullorðna en þið eigið sjálf að koma með eitthvað jólalegt að maula, eins og ávexti, jólasmákökur eða annað.

Susanne Elgum stýrir jólasögustundinni.

P.S. Mundu eftir jólasveinahúfu, jólasnakki og foreldrum þínum!