Dagur Norðurlandanna


15:00-17:00

Norræna félagið, Norræna húsið og Norðurlöndin í fókus bjóða til hátíðardagskrár í Norræna húsinu laugardaginn 23. mars kl 15:00 – 17:00

 

Norræn samvinna á 100 ára afmæli í ár og því ber að fagna, við bjóðum alla hjartanlega velkomin í Norræna húsið til að gleðjast með okkur!

Dagskrá: 

Formaður Norræna félagsins og forstjóri Norræna hússins bjóða gesti velkomna

Oddný Harðardóttir, varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs flytur ávarp

Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur les upp úr bók sinni Elín ýmislegt sem er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Bogi Ágústsson fjallar um norrænu ríkin í gamni og alvöru. Hvað eiga Norðurlöndin sameiginlegt, af hverju hafa þau séð sér hag í að vinna svo náið saman, af hverju varnar- og öryggismál eru ekki lengur tabú í norrænni samvinnu? Hvernig má búast við að samvinnan þróist, er kannski möguleiki á að draumur sem sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg setti fram um norrænt sambandsríki verði að veruleika? Hvernig liti slíkt ríki út, hver yrði höfuðborgin og þjóðhöfðingi, hvaða tungumál ætti að tala og hver yrði þjóðsöngurinn? 

Improv Ísland slær svo botninn í hátíðardagskránna og skemmtir gestum með spuna um norræna samvinnu

Léttar veitingar í boði  og allir velkomnir!