Dagur Norðurlandanna
17:15
Dagur Norðurlandanna
Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til hátíðardagskrár í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. mars kl 17:15 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda.
Dagskrá:
Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins býður gesti velkomna.
Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins, ræðir um samstarf Íslands og Færeyja og segir frá fyrirhuguðu höfuðborgarmóti sem haldið verður í Þórshöfn í Færeyjum seinna á árinu.
Linda Vilhjálmsdóttir les uppúr ljóðabók sinni „Frelsi“ sem er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Um bókina segir á vef Norrænu ráðherranefndarinnar: Frelsi er óvenju áleitin og áhrifamikil ljóðabók með nafnlausu inngangsljóði og þremur tölusettum ljóðabálkum sem allir snúast um leiðarminnið frelsi, afbökun okkar á hugtakinu og upplifun okkar af því.
Tónlistaratriði: Ingi Gunnar Jóhannsson flytur lagið „Ens i Nord“ sem nokkrir Vísnavinir á Norðurlöndum ætla að flytja í hverju landi fyrir sig þennan dag.
Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, segir frá stjórnmálum í Grænlandi og stöðu Grænlands í norrænu og vestnorrænu samstarfi.
Ásdís Eva Hannesdóttir, framkvæmdarstjóri Norræna félagsins, segir frá Eystrarsaltssamstarfi frjálsra félagasamtaka og alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Reykjajanesbæ í maí.
Allir velkomnir!