Bruun Rasmussen: Verðmat listmuna


15:00 - 18:00

Hvað get ég fengið fyrir þetta?

Verið velkomin í verðmat listmuna í Norræna húsinu, þriðjudaginn 3. september kl. 15-18.

Uppboðshúsið Bruun Rasmussen frá Danmörku verður með verðmat á bókum, myndlist, listaverkum, hönnun, antikmunum, skartgripum, armböndum, mynt og frímerkjum.

Þetta er einstakt tækifæri til að svala forvitni þinni – hver veit, kannski áttu eitthvað í kompunni sem þú getur komið í gott verð á næsta uppboði.

Verðmatið er án skuldbindinga og ókeypis.

Ef hluturinn er of stór til að hafa með sér í Norræna húsið, vinsamlegast takið með ljósmynd í góðum gæðum og málin á hlutnum.

Allar nánari upplýsingar veitir Peter Beck, sérfræðingur hjá Bruun Rasmussens í verðmati listmuna sími.: +45 8818 1186 / Netfang: pb@bruun-rasmussen.dk.

Bruun Rasmussen er eitt elsta uppboðshús Danmerkur og meðal þeirra fremstu á Norðurlöndum
hér má lesa meira