Birgit Nilsson – aldarafmæli


16:30

Í tilefni aldarafmælis stórsöngkonunnar Birgit Nilsson verður haldinn fyrirlestur í Norræna húsinu þar sem Gitta-Maria Sjöberg, stjórnarformaður Birgit Nilsson félagsins í Svíþjóð, mun segja frá lífi hennar og glæstum starfsferli.

Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Birgit Nilsson var fædd í Svíþjóð þann 17. maí 1918. Hún varð ein þekktasta sópransöngkona fyrr og síðar og þá helst fyrir flutning sinn á sópranhlutverkum í óperum Strauss og Wagners. Hún þykir hafa búið yfir einstaklega miklum raddstyrk en einnig tærum og fallegum háum tónum. Hún kom fram á öllum helstu óperusviðum heims, hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga og eftir hana liggja fjölmargar upptökur á óperum eftir Puccini, Strauss, Verdi og Wagner.

Gitta-Maria Sjöberg er sænsk sópransöngkona sem hefur átt alþjóðlegri velgengni að fagna á óperusviðinu og með tónleikaflutningi. Hún hefur sungið mörg af stórhlutverkum óperubókmenntanna eins og Madama Butterfly, Toscu, Desdemonu og Arabellu og hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Birgit Nilsson verðlaunin en árið 2004 var hún sæmd stórkrossi Dannebrogs-orðunnar af Margréti II Danadrottningu. Árið 2014 stofnaði hún tónlistarhátíðina Nordic Song Festival sem haldin er árlega við góðan orðstír.

Fram koma

óperusöngkona/þjálfi