Benni Hemm Hemm
15:00
Benni Hemm Hemm kemur fram á Pikknikk tónleikum Norræna hússins í sumar. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er oft af mismunandi stærðargráðu og stíl, því meðlimir hljómsveitarinnar geta innihaldið alltf frá 1-40 meðlimi. Þegar hljómsveitin er fullskipuð setur brassbandið stóran svip á tónlistina, stundum eru einungis 6 meðlimir sem mynda lítið poppband og stundum er það bara sóló framkoma. Öll þessi form á hljómsveitinni hafa það sameiginlegt að þau flytja lög og útsetningar tónlistarmannsins Benedikts H. Hermannssonar.
Benedikt H. Hermannson er tónskáld frá Íslandi sem býr nú í Edinborg. Áður en Benedikt hóf Benni Hemm Hemm verkefnið, var hann í hljómsveitum eins og Rúnk og Mósaík með indie forkólfum eins og Svavari Pétri Eysteinssyni (Skakkamanage og Prins polo), Hildi Guðnadóttur (múm), Óla Birni Ólasyni (Yucatan og Jónsi) og Birni Kristjánssyni (Borko). Árið 2004 kallaði hann saman nokkra vini sína til að flytja og semja nokkur lög. Á stuttum tíma jukust vinsældir hópsins og þau voru því fljót að taka upp lög í Sundlauginni í Mosfellsbæ, og út kom frumraunin, Benni Hemm Hemm. Síðan þá hefur Benni Hemm Hemm gefið út 6 plötur og sú 7. er á leiðinni, spilað á hundruði tónleika, ferðast um Bandaríkin og Japan og komið fram á mörgum menningarviðburðum um allan heim.
Benni Hemm Hemm kemur fram í gróðurhúsi Norræna hússins kl. 15:00 sunnudaginn 19.júlí.
Aðgangur ókeypis.