Becoming Zlatan/ Norræn kvikmyndahátíð.


14:00

Becoming Zlatan

Magnus Gertten, Fredrik Gerrten/ SE/ 2016/  95 min/ Heimildarmynd

Heimildarmynd um örlagaríkustu ár knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimović, sögð með sjaldgæfu myndefni þar sem ungur Zlatan talar opinskátt um líf sitt  og áskoranir. Myndin fylgir honum frá upphafi ferilsins hjá Malmö FF árið 1990, í gegnum átök hans hjá Ajax í Amsterdam og að upprisu hans hjá Juventus árið 2005. Becoming Zlatan er þroskasaga sem varpar ljósi á flókna vegferð þessa unga, hæfileikaríka og erfiða leikmanns í það að verða ein skærasta stjarna knattspyrnuheimsins.

Tal: sænska / Texti: enska

 Aðgangur ókeypis

Tryggðu þér frían miða á www.tix.is  eða við innganginn.

Sýnishorn:https://vimeo.com/152716865

Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012.  Markmið hátíðarinnar er að  kynna breitt úrval  vandaðra kvikmynda frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á íslandi, AALTO Bistro og Bio Paradis.

 

maxresdefault (1)