Barnadagskrá RIFF í Norræna húsinu
Barnadagskráin er mikilvægur hluti af RIFF en með henni reynir hátíðin að kynna yngstu áhorfendurnar fyrir kvikmyndamenningunni með sýningum á myndum víðsvegar að úr heiminum. Á barnadagskrá RIFF má sjá kvikmyndir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 2-16 ára.
Í ár fer Barnakvikmyndahátíðin fram í Norræna húsinu frá 30. september til 6. október. Allar myndir fyrir 2-12 ára eru sýndar á upprunalegu tungumáli en leikararnir Vanessa Andrea Terrazas, Natan Jónsson og Þórunn Guðlaugsdóttir sjá um lifandi talsetningu á staðnum.
Hér fyrir neðan getur þú skoðað dagskrána fyrir yngstu kvikmyndaunnendurnar!
LAUGARDAGUR, 30. september
10:00-12:00
10:00 Dagskrá fyrir 2ja ára og eldri
10:30 Dagskrá fyrir 6 ára og eldri
Hugguleg náttfatasýning í Norræna húsinu. Kvikmyndir sýndar á upprunalegu tungumáli með íslenskri talsetningu í beinni.
Opnun á myndasýningunni „Litli Lundi í ferðalagi um Norðurskautið“ á barnabókasafni Norræna hússins en öll áhugasöm börn eru hvött til að teikna mynd af Lunda á ferðalaginu og senda eða skila teikningunni á skrifstofu RIFF á Laugavegi 116.
SUNNUDAGUR, 1. október
10:00-12:00
Dagskrá fyrir 8 ára og eldri. Huggulega náttfatasýning í Svarta kassanum í kjallara Norræna hússins. Kvikmyndir sýndar á upprunalegu tungumáli með íslenskri talsetningu í beinni.
Skólasýningar
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík býður einnig upp á skólasýningar fyrir börn í 1.-10. bekk. Skólasýningar fara fram 2.-6. október í Norræna húsinu. Kvikmyndirnar eru sýndar á upprunalegu tungumáli en leikhópur á staðnum talsetur þær á sama tíma.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá hópa á skólasýningar. Enn eru nokkur pláss laus og hvetjum við áhugasama kennara og skólastjórnendur til að hafa samband við okkur á skolar@riff.is.