Barnabókaflóðið/ Opnað aftur í breyttri mynd
13-17 / 10-17
Barnabókaflóðið silgdi inn á Barnabókasafn Norræna hússins
Við höfum opnað á ný Barnabókaflóðið, nú í breyttri mynd á barnabókasafninu okkar. Verið öll hjartanlega velkomin.
Ath. Lokað helgina 11-12 maí vegna Umhverfishátíðar.
Bækur byggja brýr
Sýningin Barnabókaflóðið byggist á virkri þátttöku gesta. Sjálfur Miðgarðsormurinn leiðir börn í skapandi ferðalag úr einu rými í annað. Barnabækur byggja brýr og ferðalangar búa sér til vegabréf sem þeir stimpla í á hverjum viðkomustað. Börnin fá að skoða kort af raunverulegum og ímynduðum stöðum úr barnabókum og hnoðast á risahnetti.
Hetjur eru allskonar
Í listasmiðjunni „Hetjur eru allskonar“ er persónusköpun barnabóka í forgrunni.
Ævintýrasigling á barnabókaflóðinu
Gestir sýningarinnar sigla á vit ævintýra í víkingaskipi og geta jafnvel hlustað á upplestur. Fjársjóður er falinn á eyðieyju og börn fá að skrifa flöskuskeyti. Í sögugerðarsmiðju fá börn tækifæri til að skrifa og teikna eigin sögur og svara nokkrum spurningum í bráðskemmtilegum barnabókaspurningaleik. Dregið verður úr lukkupottinum við sýningarlok í mars 2019. Vinningshafar fá auðvitað bókagjöf.
Þátttaka barna felst m.a. í:
Búningaleik
Vegabréfagerð
Sögupersónugerð
Ljóðagerð
Upplestri
Flöskuskeyti
Sögugerð
Spurningakeppni
Slökun
Leik, sköpun, fróðleik og upplifun
Sýningin og viðburðadagskrá tengd henni er framleidd af Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknari. Framleiðandi er Dagskrárstjóri Norræna hússins Kristín Ingvarsdóttir.
Samstarfs- og styrktaraðilar
List fyrir Alla, https://listfyriralla.is/
Krumma, http://www.krumma.is/
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, https://www.bokmenntaborgin.is/
Flügger litir, https://www.flugger.is
Rauði Krossinn, https://www.raudikrossinn.is/
Sýningin hentar einkar vel fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Börn undir 6 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Hér má nálgast upplýsingar fyrir skólahópa
Heimur barnabóka hefur margt spennandi fram að færa. Yndislestur getur m.a. flutt lesendur á nýjar slóðir, virkjað ímyndunaraflið, bætt orðaforða og stuðlað að aukinni víðsýni og samkennd. Lestur er lykillinn að lærdómi en það getur verið árangursríkt að ýta undir lestraráhuga barna í gegnum leik og sköpunargleði.