BarnaBarinn – Opinn bar
Krakkaveldi kynnir Barnabarinn: Þar sem börnin stýra og fullorðnir hlýða!
Á Barnabarnum ráða krakkarnir öllu og prófa hugmyndir sem hafa komið upp í vikulegum smiðjum Krakkaveldis í Norræna Húsinu. Á barnum er m.a. boðið upp á frumlega kokteila (áfengislausa), slökun, trúnó og kynningu á hugmyndum meðlima Krakkaveldis um þennan óhefðbundna bar sem hefur verið starfræktur í húsinu í allan vetur.
Aðgangur er ókeypis og gestir á öllum aldri velkomnir!
Barnabar Krakkaveldis nýtur styrks frá Barnamenningarsjóði Íslands og Nordisk Kulturfond.
Listrænir stjórnendur: Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
Leikmynda-og búningahvíslari: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Smíði BarnaBars: Brjálað að gera
Ljósmyndir: Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir