Rakarastofuviðburður í Norræna húsinu 23. maí


09:00 -16:00

Rakarastofuviðburður í Norræna húsinu 23. maí

Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til þess að auka hlut karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi, jafnt á Íslandi sem á alþjóðlegum vettvangi. Á undanförnum misserum hafa íslensk stjórnvöld staðið fyrir rakarastofuviðburðum á vettvangi alþjóðastofnana, en viðburðirnir eru til þess fallnir að hvetja karla til virkrar þátttöku með opinni umræðu.

Ísland gegnir nú formennsku í Eystrasaltsráðinu og eru jafnréttismál ein af megináherslunum í formennskuáætlun Íslands. Sem liður í þeirri áætlun stendur utanríkisráðuneytið fyrir rakarastofuviðburði í Norræna húsinu 23. maí, en viðburðurinn er samvinnuverkefni íslensku formennskunnar í Eystrasaltsráðinu og Norrænu ráðherranefndarinnar. Eystrasaltsráðið vinnur ötullega gegn mansali og er með þessum viðburði ætlunin að skoða hvernig jafnréttismál og viðhorf í samfélaginu eru samtvinnuð ofbeldi og mansali.

Pallborðsumræður munu taka á jafnrétti, kynbundnu ofbeldi og mansali. Í vinnustofum skoða þátttakendur jafnréttismál frá nýju sjónarhorni sem mun nýtast þeim í leik og starfi. Klas Hyllander, sænskur sérfræðingur í málefnum karla og jafnréttis, mun stýra viðburðinum.

Allir eru velkomnir en karlar eru sérstaklega hvattir til að skrá sig.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

BARBERSHOP_INVITE_230517