AUÐUR NORÐURSINS – 1. þáttur. Til hvers list? Brynhildur Guðjónsdóttir
11:00
Norræni menningarþátturinn sem enginn er að bíða eftir
Auður & Arnbjörg kryfja málefni líðandi stundar og liðinna alda í séríslensku samnorrænu alheimssamhengi ásamt vel völdum misgóðum gestum.
Í þessum fyrsta þætti af Auði Norðursins ræða þær við Brynhildi Guðjónsdóttur leikhússtjóra Borgarleikhússins um tilgang listarinnar. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.
AUÐUR NORÐURSINS er oftast á dagskrá á miðvikudögum kl. 11.00.
Hægt er að horfa á þáttinn á vef og Facebook- síðu Norræna hússins.