Arctic Concerts- KK


20:30

Kaupa miða 

Arctic Concerts er ný tónleikaröð í Norræna húsinu

Á fimmtudögum kl 20:30 í allt sumar

Þann 7. júlí spilar meistari KK.  Kristján Kristjánsson KK sem nýlega fagnaði 60 ára afmæli sínu er með þekktustu tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um áratugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull og platínuverðlauna fyrir tónlist sína.  Hann samdi m.a. tónlistina við leikrit John Steinbecks Þrúgur reiðinnar og Fjölskylduna sem bæði slógu aðsóknarmet í Borgarleikhúsinu.

Á Arctic Concerts gefst einstakt tækifæri til að hlýða á KK í kyrrð og nánd í góðum sal Norræna hússins.

GetShowImage

Arctic Concerts tónleikaröðin er ætluð áhugasömum ferðamönnum, ekki síður en íslenskum  tónlistarunnendum sem vilja kynnast íslenskri og norrænni  tónlist og flytjendum hennar, í einstakri nánd og vinalegu umhverfi.

Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Undir merki Arctic Concerts falla allir stílar og tónlistarstefnur;  klassík, jazz,  þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.

Tónleikar Arctic Concerts eru um klukkutíma langir og er efnisskrá og framsetning alfarið í höndum flytjenda hverju sinni. Flytjendur verða tilkynntir vikulega,  fylgist með!

Kvöldverður og tónleikar

Aalto Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikana.  Aalto Bistro er opið á fimmtudögum til kl. 21.30. bóka borð

Það er von okkar sem stöndum að Arctic Concerts að röðin verði kærkomin viðbót við menningarflóru landsins, gluggi inn í litríkan tónlistarheim norðursins.

Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræana húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.

Málverk eftir Georg Guðna