Án náttúrunnar erum við ekki


12-13

30% fyrir 2020 – Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og Ísland

Á hverjum degi reiðum við okkur á náttúruna þegar við öndum að okkur andrúmslofti, borðum og drekkum vatn. Mannkynið hefur nú þegar umbreytt meira en helmingi af landi jarðarinnar til að framleiða mat og jarðefni og stórskemmt hafið. Af þessum sökum eru ekki aðeins um milljón tegunda í útrýmingarhættu, heldur er náttúran sjálf orðin verr í stakk búin til að vinna á móti mengun af okkar völdum.

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi (IPBES) sem kemur út á þessu ári gefur afar svarta mynd af stöðunni, viðbrögð við ástandinu eru sögð ófullnægjandi og það dugir ekkert minna en róttækar breytingar. Meðal fimm stærstu áhrifaþátta á þessa þróun eru röskun á landi, loftslagsbreytingar og mengun. Allt er þetta samofið og verkefnið krefst víðtæks samtakamátts.

Til að sporna við þessari þróun, segja sérfræðingar nauðsynlegt að vernda að minnsta kosti helming af villtri náttúru. Til að ná þessu markmiði, þurfum við að vernda 30% af plánetunni fyrir árið 2030.

Í dag er 15% af landi og 7% af hafinu verndað. Í október 2020 munu leiðtogar heims koma saman í Kunming í Kína til ræða Sáttmála Sþ um líffræðilega fjölbreytni. Við þurfum á hugrekki leiðtoga að halda til að sýna alvöru metnað í þessum málum og greiða leiðina fyrir sjálfbærari jörð.

Til að ræða þessa þróun, lausnir og áskoranir boða Festa, Norræna Húsið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til hádegisfundar þriðjudaginn 4.júní.

Dagskrá:
12:00 – 12:30
Nicole Schwab, Director International Relations, Last Wild Place, National Geographic Society. Nicole kynnir verkefnið Campaign for the Nature (www.campaignfornature.org) sem er alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þrýsta á leiðtoga heimsins til að vernda 30% af lífríki heims fyrir árið 2020. Nicole er einn af leiðtogum World Economic Forum og einn af stofnendum Young Global Leader Forum.

12:20 – 13:00
Panel umræður og spurningar úr sal. Þátttakendur í panel, ásamt Nicole Schwab, verða kynntir fljótlega.

Fundarstjóri verður Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu