Airwaves off-venue: Airwaves barnanna
11:30-15:00
Það verður engu til sparað á Airwaves barnanna í Norræna húsinu laugardaginn 9. nóvember frá kl.11:30-15:00.
Tónleikar, trommunámskeið, söngstund, diskó, andlitsmálning og góð stemning fyrir alla fjölskylduna.
Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Kl. 11:30 – 12:30 – Söngstund með Hafdísi Huld og Alisdair Wright
Söngstund fyrir börn og foreldra með lögum af plötunum Vögguvísur og Barnavísur. Plöturnar hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda og eru streymi á Spotify komin vel yfir 11 milljónir. Á efnisskránni eru sígilld barnalög og vögguvísur sem allir þekkja í ljúfum órafmögnuðum útsetningum. Tilvalið fyrir yngri börn og foreldra að koma og eiga notalega stund saman og syngja með!
12:00-13:30 Afrískur trommuleikvöllur: Cheick Bangoura frá Gíneu í Vestur-Afríku kennir börnum að slá taktinn á afrískar trommur.
Cheick Bangoura trommuleikari er líflegur og hæfileikaríkur kennari sem er þekktur fyrir að skapa skemmtilega stemningu fyrir börn og fullorðna þegar það kemur að því að skapa tónlist og slá takt.
13:30-14:00 Tónleikar Snorri Helgason
Snorri Helgason hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi frá unglingsaldri og hefur gefið út 9 plötur frá árinu 2007. Tónlist hans hefur hlotið nokkur verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, m.a. fyrir lag ársins og plötu ársins í flokki þjóðlagatónlistar. Nýjasta verkefni Snorra er hljómsveitin Bland í poka sem gefur út samnefnda plötu í nóvember 2019. Bland í poka er safn nýrra barnalaga eftir Snorra Helgason. Platan hefur að geyma 10 lög flutt af Snorra og hljómsveit hans ásamt úrvalaliði gestasöngvara m.a. Sögu Garðarsdóttur, Valdimar Guðmundssyni, Bubba Morthens, Hugleiki Dagssyni, Halldóru Geirharðsdóttur, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Teiti Magnússyni.
Kl. 14:-15:00 -Dj Sigrún Skafta þeytir skífum fyrir alla fjölskylduna.
Dj Sigrún Skafta þeytir skífum fyrir alla fjölskylduna og mun yngsti dj Airwaves slást í hópinn en það er Helga Sigríður 8 ára. Sigrún Skafta hefur verið að þeyta skífum síðan 2011, ekki alltaf fyrir börn en síðan hún sjálf varð mamma hafa fjölskyldugiggunum fjölgað og þá leggur hún mikið upp úr því að öll fjölskyldan dansi saman og hafi gaman. Börnin mega endilega taka þátt í viðburðinum með því að koma með óskalög.
Ekki vera feimin, sleppið fram af ykkur beislinu og njótið með allri fjölskyldunni.