Afleiðingar loftlagsbreytinga


16:00

Kynning nemenda við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands á afleiðingum loftslagsbreytinga. Nemendur kynna valin efni í stuttum fyrirlestrum. Fjallað verður um vísindalegan grundvöll loftslagsbreytinga, áhrifa loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni og á þurr svæði, súrnun hafsins og hækkun sjávarborðs og loks um hlutverk frjálsra félagasamtaka í tengslum við loftslagsbreytingar.

Viðburðurinn er öllum opinn og er haldinn í samstarfi við sýninguna Rauður snjór.

Viðburðurinn fer fram í kjallara Norræna hússins kl. 16:00 – 18:00