AÐ BRJÓTA ÍSINN: Samtal um bókmenntir og hafið
19:00
Hvernig geta bókmenntir, myndskreytingar og rannsóknir miðlað upplýsingum um það sem leynist undir íshellunni á áhugaverðan og hrífandi sem fræðir og grípur áhuga barna, ungs fólks og fullorðina?
Verið velkomin á samtal í Norræna húsinu þann 21. Nóvember klukkan 19:00 þar sem við munum ræða við þrjá aðila sem eiga það sameiginlegt að hafa gefið út barnabækur ásamt því að hafa á sínu sérsviði fjallað um lífið í hafinu. Við fáum innsýn í verk þeirra, vinnuferli, hver þau eru og hvaðan drifkaftur þeirra kemur á meðan við ræðum saman um lífið í hafinu, hluti því tengdu og núverandi ástandi sjávarlífs í okkar nærumhverfi.
Line Renslebråten er norskur rithöfundur og myndskreytir. Núverandi sýning í barnabókasafni Norræna hússins „Undir Íshellunni“ er m.a. innblásin af verkum hennar og margar fallegar og mikilfenglegar myndir úr bók hennar „Under Polarisen“ prýða veggi og fræða unga gesti um lífið í íshafinu,
Rán Flygenring, er íslenskur rithöfundur og myndskreytir. Fyrr á þessu ári gaf hún út eigin hvalarannsókn í formi myndasögu, sem varð umdeild og vakti mikla athygli. Hún mun ræða um nýleg verkefni sín og umhverfisaktivisma.
Edda Elísabet Magnúsdóttir, er aðjúnkt við Líffræðideild Háskóla Íslands, og sérfræðingur í atferli hvala. Hún mun gefa okkur vísindalega innsýn í samtal okkar og uppljóstra um leyndarmál þessara mikilfenglegu líffvera sem hvalir eru.
Samtalinu er stjórnað af Erling Kjærbo, yfirbókaverði í Norræna húsinu. Hann er frá Færeyjum, var sem sjórinn spilar stórt hlutverk í menningararfi landsins.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin. Athugið að þetta samtal fer fram á ensku.
AÐGENGI: Gott aðengi er að sal og salerni, öll salerni eru kynhlutlaus.