Ábyrgd – Nordisk Film Fokus // Frumsýning //


18:30-19:10

Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus hefjast föstudaginn 17. janúar kl. 18.30 í Norræna húsinu með heimsfrumsýningu á færeysku kvikmyndinni Ábyrgð eftir Katrin Joensen-Næs.
Ókeypis er á sýninguna en tryggið ykkur miða hér: tix.is

Að myndinni lokinni verður partý í samstarfi við norrænu sendiráðin á Íslandi sem og Reykjavík Feminist Film Festival sem fer fram 16.-19. janúar.

Um myndina

Ró er notuð sem meðal af móður sinni sem er geðveik. Þegar Ró ákveður að taka bílpróf dregst hún að ferska loftinu og hefur enga löngun til að snúa aftur inn á kæfandi heimilið sitt. Hún byrjar að uppgötva sjálfa sig þrátt fyrir að móðir hennar verði veikari og veikari.
Myndin er 40 mínútur á lengd, á færeysku með enskum texta.

Um leikstjórann

Hin tvítuga Katrin Joensen-Næs er færeyskur leikstjóri, handritshöfundur og leikkona. Hún ólst upp í leikhúsinu Teaterhuset í Færeyjum þar sem hún hefur leikið sér að því að segja sögur. Þegar hún var 19 ára færði hún í þá átt að skrifa sínar eigin sögur. Hennar stærsta verkefni er kvikmyndin Ábyrgð sem hún skrifaði og leikstýrði. Allt árið 2019 vann Katrin í fullu starfi við skapandi vinnu þar sem hún meðal annars vann sem aðstoðarleikstjóri á sýningunni Hamlet. Hún hefur einnig varið síðustu sumrum í að leika og aðstoða við skrif á hinum þjóðlega Ólafsvökukabaretti í Færeyjum.

Katrin Joensen-Næs

Plakat

Dagskrá Nordic Film Focus
Dagskrá RVK Feminist Film festival