Er Ísland hinsegin útópía? Misræmi lagalegrar stöðu og félagslegs samþykkis á Íslandi – streymi


17.00-18.30
Hvernig stendur á því að Ísland skorar lægst af Norðurlöndunum á regnbogakorti ILGA-Europe? Á Ísland enn langt í land þegar kemur að verndun réttinda og velferðar hinsegin fólks eða er jafnrétti náð?
Samtökin ‘78 og Norræna húsið bjóða þér á fund um lagalega stöðu hinsegin fólks á Íslandi sem fer fram í beinu streymi frá Norræna húsinu 13. október, sjá tengingu við streymið efst á þessari síðu. Taktu daginn frá!

Á fundinum verður farið yfir lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi frá mismunandi sjónarhornum. Markmið fundarins er að varpa ljósi á hindranir og áskoranir sem tengjast réttindum hinsegin fólks á Íslandi og leita í sameiningu lausna til að tryggja velferð og öryggi hinsegin fólks á Íslandi. 

Fundurinn er hluti af fundaröð Norrænu ráðherranefndarinnar sem fer fram á öllum Norðurlöndunum  á þessu ári. Fundaröðin spratt af samstarfi sem norrænu jafnréttisráðherrarnir hófu árið 2019 með það að markmiði að efla vernd og bæta líf hinsegin fólks á öllum Norðurlöndunum. Niðurstöðum fundarins verður komið áleiðis til norrænu jafnréttisráðherranna.

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.
Dagskrá: 
17.00 – Opnunarorð
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
17.05 – Bakgrunnur og innblástur
Gisle Agledahl, blaðamaður frá Noregi
17.15 – Lagaleg staða hinsegin fólks á Íslandi
Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur
17.30 – Fjárfestum í hinsegin réttindum
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
17.40 – Að alast upp intersex
Bríet Finnsdóttir, intersex aðgerðarsinni
17.50 – Hatursglæpir og hatursorðræða gegn hinsegin fólki á Íslandi
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjasérfræðingur og transaðgerðarsinni
18.00 –  Umsókn um hæli frá lífshættu
Angel P’ojara, mannréttindaaðgerðasinni
18.10Umræður
18.30Samantekt
Fundarstjóri: Felix Bergsson, blaðamaður
Vegna sóttvarna eru takmörkuð sæti í sal og einungis gert ráð fyrir ræðumönnum og skipuleggjendum.