Afmælisveisla Rómarsáttmálans


16:00

Sendinefnd Evrópusambandsins býður til fagnaðar í Norræna húsinu 5. maí kl. 16:00

 

Árið 2017 fögnum við þeim tímamótum að 60 ár eru liðin frá undirritun Rómarsáttmálans. Með honum var stigið eitt fyrsta skrefið í átt að sameinaðri Evrópu, sem lá í sárum eftir heimstyrjöld. Rómarsáttmálinn og þeir samningar sem leystu hann af hendi hafa æ síðan haft djúpstæð áhrif á daglegt líf okkar í gegnum Evrópusambandið og EES-samninginn.

 

Okkur langar af þessu tilefni að gleðjast yfir því sem áunnið er og ekki síst til að fagna áframhaldandi samvinnu okkar og samstöðu, sem byggð er á þessum sterka grunni. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, mun heiðra okkur með því að koma og fjalla um þessi mál í Norræna húsinu, föstudaginn 5. maí, kl. 16:00.

 

Viðburðurinn er öllum opinn og sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Matthias Brinkmann, biður þig að koma og njóta léttra veitinga með okkur þennan dag.

Atburðurinn fer að mestu leyti fram á íslensku

 

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi

www.facebook.com/Evropusambandid