Stuttmyndir fyrir börn 6+ – Riff


11:00

 Náttfata bíó – Stuttmyndir fyrir 6+

1 October

11:00

Verð: 700 krónur
Íslensk talsetning

 Fiskur skipstjóri

John Banana POL 2014 / 8 min

Lítil stúlka neitar að borða fiskinn sem mamma hennar gefur henna. Hún fer í staðinn með hann þangað sem hann á heima – að stóra bláa hafinu.

 

 Mee me

Ahmad Salehl DEU 2016 / 6 min

Tvær mjög ólíkar kindur komast yfir óttann gegn hvorri annarri.

 

 Derbere Berhan Sirkusinn

Lukas Berger ITA 2015 / 11 min

Debere Berhan sirkusinn sýnir úti undi berum himni. Sjáið brellur og listir á bakgrunni Eþíópísku eyðimerkurinnar.

 

 Útlit

Susanne Hoffmann DEU 2014 / 3 min

‘Útlit’ er saga grárrar Gaupu sem passer ekki alveg inn í heim litskrúðugra dýra. Gaupan er skilin útundan og lög í eineldi af lituðu dýrunum. Í von sinni um að vera samþykkt og falla inn í hópinn grípur hún til örþrifaráða.

 

 Kórferðir

Edmunds Jansons LVA 2012 / 5 min

Þekktur drengjakór er í heimsreisu. Allt gengur vel þar til stjórnandinn festist í lyftunni.

 

Listin að fljúga

Jan Van Ijken HRV 2015 / 7 min

Stuttmynd um hið dularfulla og stórfenglega flug starrans. Það er hulin ráðgáta hvernig þúsundir fugla geta flogið saman í eins þéttum hóp án þess að rekast saman.

 

 Kettir & hundar

Jesús Pérez and Gerd Gockell DEU 2015 / 6 min

Hundur, maður, kona og köttur mætast öll á hvítri blaðsíðu. Skyndilega fara þau öll að rífast. Maðurinn með pennann skerst í leikinn til að halda friðinn, en jafnvel hann ræður ekki við aðstæðurnar. Það er eins gott að fletta til baka nokkrar blaðsíður. Allir þurfa að standa saman til að vera áfram öruggir.

 

Að skera lauk

Adinah Dancyger USA 2015 / 16 min

Hin sex ára Soli frá New York, þarf að vera í viku hjá kóreskri ömmu sinni. Eftir að hafa verið marga daga í sumarbúðum með bandarískum krökkum hafnar Soli ekki bara ömmu sinni, hún vill heldur ekki borða hefðbundinn kóreskan mat. Hún vill frekar borða franskar.

 

logo_riff_2016-02